fyrsta færslan og ekki skemmtileg!

Okay, er ný í þessu bloggi og er að gera þetta hérna nafnlaust en alveg sama. Mér finnst alveg með eindæmum hvað íslendingar láta valta yfir sig. Fyrst og fremst að láta ríkisstjórnina svo leiðis valta yfir ykkur eins og ekkert sé, þeir segja já og þið segið amen. Manni finnst eins og hver einasti landsbúi sé undir áhrifum eitthvers konar svefnsýki eða séu dáleiddir fyrir vitleysunni sem íslenska ríkisstjórnin lepur upp í landsbúa. Ég á bara ekki til orð hvers vegna íslendingar séu ekki fyrir löngu búnir að efna til fjöldamótmæla, og þá er ég að meina fleiri heldur en eitt, tvö hundruð manns niður á Lækjatorgi. Það þarf allsherjar verkfall, og bara að steypa stjórninni af velli! Hvernig væri að lesa sér til um það núna hvernig Tékkum tókst að fella einræðisherra sinn í Tékkóslóvakíu hinni fyrri. Geir H. Haarde og Davíð Oddson eru ekkert betri en hinir vestu einræðisherrar, ekkert betir en Fidel Castor. Ég bara verð að segja að ég á ekki til orð... og sem íslendingur búsettur erlendis er ég sem betur fer ekki undir þeirri dáleiðslu sem ríkir heima. Henni var lyft fyrir nokkrum árum er ég fluttist frá landinu góða.

Annað... Hvað í andskotanum ætla íslendingar líka að láta Breta valta lengi yfir sig! Ef þetta er satt sem sagt er að það sé vegna Breta, Hollendinga og Þjóðvera sem Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn sé ekki enn búinn að lána okkur þá finnst mér það skömm. Hvernig væri nú að fara með þetta í ESB og bara taka hart á þessu. Manni finnst eins og íslendingum finnist bara allt í lagi að láta koma fram við sig eins og ég veit ekki hvað, enda er maður hugsar út í það þá er þetta ekkert öðruvísi en hvernig okkar eigin ríkisstjórn er að koma fram við sitt eigið fólk. Mér er bara ofboðið, er ofboðslega fegin að búa ekki á klakanum lengur en samt fer það fyrir brjóstið á mér að sjá landið mitt vera á hraðri leið niður í svartpittið. Þetta reddast er ekki slangur sem við getum notað lengur því hlutirnir eru ekkert að reddast. Útlendingar hlægja og hæðast að okkur eins og við gerðum grín af Bill Clinton og herra Bush! Viljum við virkilega vera þekkt fyrir það að vera hinar bestu doormats og leyfa hverjum sem er að þurrka skíntinn af sínum skó á okkur?? Er það virkilega það sem íslendingar vilja vera þekktir fyrir?? Við sem vorum alltaf svo stolt af landinu okkar, besta vatn í heimi, fallegasta fólk í heimi, gáfaðasta fólk í heimi (sem hefur nú bara sýnt sig að sé ekki satt!).

Nei! Ég segi hingað og ekki lengar. Íslendingar, efnið til fjölda verkfalls... borgið ekki skuldir ykkar til bankanna því hey, þeir gátu fellt niður sínar skuldir og sinna starfsmanna af hverju getum við þá bara ekki fellt niður okkar eigin skuldi!!!!!

Ég innilega vonast til þess að lesa frétt hérna bráðlega á mbl.is um það að Geir H. Haarde sé fluttur til noðurskautsinns og Davíð Oddson til suður afríku því þeir eiga ekki betra skilið... sem og ALLIR ríkisstjórnsmenn landsins!

kv,
bad mommy!!!


mbl.is Stoltenberg ræddi um Ísland við Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband